Opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd á morgun
Opið hús verður hjá Nes listamiðstöð að Fjörubraut 8 á Skagaströnd á morgun, 27. september. Tíu listamenn víða að úr heiminum hafa stundað list sína á Skagaströnd undanfarið og bjóða öllum sem vilja að kíkja á hvað búið er að skapa í norðrinu.
Á heimasíðu Nes listamiðstöð, neslist.is, má sjá kynningu á nokkrum þeirra sem dvalið hafa á Skagaströnd og sýna verk sín á opnu húsi á morgun:
Clare Weeks ástralskur ljósmyndamiðlunarlistamaður
Marie Hougaard, rithöfundur sem skrifa um ýmislegt sem við segjum ekki hvert við annað.
Scott Probst, ljósmyndari.
Nina Bebic, frönsk myndlistarkona sem býr og starfar í París.
Yoshimi Saito er listamaður í Tókýó sem gerir kómískar myndskreytingar, teikningar og keramikhluti.
Zoe Chronis vinnur fyrst og fremst með myndband, skúlptúr og gjörninga.
Lucas Alengar, Renée Abaroa, Sarah Fuss og Seung Eon verða einnig með verk sín á viðburði morgundagsins í listamiðstöðinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.