Nýprent fékk rekstarstuðning vegna Feykis
Í frétt á RÚV segir af því að 25 einkareknir fjölmiðlar hafi fengið rekstrarstuðning árið 2022. Úthlutunarnefnd veitti þremur fjölmiðlaveitum; Árvakri, Sýn og Torgi, hæstu úthlutunarupphæðina, tæplega 67 milljónir. Þessar þrjár veitur hlutu því rúmlega 200 milljónir af þeim tæpu 381 milljón sem úthlutað var. Nýprent á Sauðárkróki, sem gefur út Feyki og heldur úti Feykir.is, fær stuðning sem nemur 4.249.793 kr.
Feykir kemur út 48 sinnum á ári, stútfullur af efni tengdu Norðurlandi vestra, og þá er vefurinn uppfærður daglega og má áætla að þar birtist yfir 2000 fréttir, viðtöl, dægurefni, aðsendar greinar og tilkynningar yfir árið.
Í tilkynningu frá Fjölmiðlanefnd kemur fram að 28 umsóknir um fjölmiðlastyrk hafi borist en af þeim hafi þremur verið synjað en þær uppfylltu ekki öll skilyrði fyrir rekstrarstuðningi. Til úthlutunar voru 380.962.196 krónur en fleiri sóttu um styrk nú en í fyrra en þá fengu nítján fjölmiðlaveitur úthlutað úr sjóðnum.
Eftirfarandi fjölmiðlaveitur fengu styrk fyrir árið 2022:
- Árvakur hf.: 66.767.227 kr.
- Birtíngur útgáfufélag ehf.: 13.207.817 kr.
- Bændasamtök Íslands: 16.756.577 kr.
- Elísa Guðrún ehf.: 3.707.875 kr.
- Eyjasýn ehf.: 1.914.776 kr.
- Fótbolti ehf.: 5.744.382 kr.
- Fröken ehf.: 5.814.742 kr.
- Hönnunarhúsið ehf.: 997.180 kr.
- Kjarninn miðlar ehf.: 14.519.325 kr.
- Leturstofan Vestmannaeyjum ehf.: 1.452.776 kr.
- MD Reykjavík ehf.: 4.642.775 kr.
- Myllusetur ehf.: 25.012.660 kr.
- N4 ehf.: 20.713.191 kr.
- Nýprent ehf.: 4.249.793 kr.
- Prentmet Oddi ehf.: 2.412.119 kr.
- Skessuhorn ehf.: 9.336.785 kr.
- Sólartún ehf.: 0.489.583 kr.
- Steinprent ehf.: 1.632.473 kr.
- Sýn hf.: 66.767.227 kr.
- Torg ehf.: 66.767.227 kr.
- Tunnan prentþjónusta ehf.: 2.117.748 kr.
- Útgáfufélag Austurlands ehf.: 3.660.962 kr.
- Útgáfufélagið ehf.: 4.306.578 kr.
- Útgáfufélagið Stundin ehf.: 22.273.029 kr.
- Víkurfréttir ehf.: 5.697.371 kr.
Heimild og sjá nánar: RÚV.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.