Nemendur Höfðaskóla fengu folf diska frá foreldrafélaginu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
01.06.2022
kl. 10.54
Í gær, á síðasta skóladegi í Höfðaskóla á Skagaströnd, fengu allir nemendur skólans folf disk í gjöf frá foreldrafélagi skólans en nýverið var settur upp frísbígolfvöllur á Skagaströnd og segir á heimasíðu Höfðaskóla að sé mjög vel heppnaður.
„Völlurinn verður vígður formlega fimmtudaginn 9. júní, en hefur nú þegar opnað og hvetjum við foreldra til að taka hring með börnunum sínum á vellinum góða. Það er dýrmætt fyrir skólasamfélagið að eiga öflugt foreldrafélag og þökkum við þeim kærlega fyrir þessa góðu gjöf,“ segir í frétt skólans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.