Fjórða bólusetning í boði fyrir 80 ára og eldri

Mynd af Hsn.is.
Mynd af Hsn.is.

Einstaklingar 80 ára og eldri geta fengið fjórða skammtinn af bóluefni vegna Covid-19 á heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Til að geta fengið fjórða skammt bóluefnisins þurfa að lágmarki fjórir mánuðir að hafa liðið frá þriðja skammti bóluefnisins.

Á  heimasíðu HSN segir að mælt sé með því að þrír til fjórir mánuðir hafi liðið frá Covid-19 smiti en leyfilegt sé þó að koma fyrr.

Bóka þarf tíma með símtali eða í gegnum mínar síður á vefnum Heilsuvera.

Á HSN á Blönduósi fara tímapantanir fram í síma 432 4100 og bólusetning framkvæmd miðvikudaginn 18. maí en á Sauðárkróki í síma 432 4236 miðvikudaginn og bólusett 11. maí og er fólki bent á að gengið er inn við hlið endurhæfingar.

Bólusetning er einnig í boði fyrir alla 12 ára og eldri sem ekki eru fullbólusettir eða hafa ekki hafið bólusetningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir