Fjár- og stóðréttir á Norðurlandi vestra

Beinakeldurétt er við Reykjabraut rétt austan og ofan við Beinakeldu. Afréttarlandið er Sauðadalur sem staðsettur er á milli Svínadalsfjalls og Vatnsdalsfjalls. Mynd: hunavatnshreppur.is.
Beinakeldurétt er við Reykjabraut rétt austan og ofan við Beinakeldu. Afréttarlandið er Sauðadalur sem staðsettur er á milli Svínadalsfjalls og Vatnsdalsfjalls. Mynd: hunavatnshreppur.is.

Bændablaðið hefur tekið saman fjár- og stóðréttadaga á landinu öllu en réttarstörf verða nú með hefðbundnum brag á ný en eins og margir muna voru fjöldatakmarkanir í réttum tvö síðustu haust vegna kórónuveirufaraldursins. Á Norðurlandi vestra hefst fjörið strax á morgun þegar dregið verður í Hrútatungurétt í Hrútafirði, Hvammsrétt í Langadal, Miðfjarðarrétt í Miðfirði og Rugludalsrétt í Blöndudal. Á sunnudaginn verður svo réttað í Beinakeldurétt í Vatnsdal.

Eftir viku verða svo flestar réttir haldnar á svæðinu en hér fyrir neðan má sjá hluta samantektar Bændablaðsins um réttir haustið 2022 en hana má sjá alla HÉR

Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 10. sept. kl. 09:00, seinni réttir mánudaginn 26. sept. kl. 13:00
Beinakeldurétt, A.-Hún. sunnudaginn 4. sept. kl.
Fossárrétt í A.-Hún. laugardaginn 10. sept., seinni réttir laugardaginn 17. sept.
Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. laugardaginn 10. sept.
Hlíðarrétt / Bólstaðarhlíðarrétt, A.-Hún. laugardaginn 10. sept. kl. 16:00, seinni réttir sunnudaginn 18. sept. kl. 16:00

Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. laugardaginn 3. sept. kl. 09:00
Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand. laugardaginn 17. sept.
Hvammsrétt í Langadal, A.-Hún. laugardaginn 3. sept.
Kjalarlandsrétt, A.-Hún. laugardaginn 10. sept., seinni réttir laugardaginn 17. sept.
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. laugardaginn 3. sept. kl. 14:00

Rugludalsrétt í Blöndudal, A.-Hún. laugardaginn 3. sept. 
Skrapatungurétt í Laxárdal, A.-Hún. sunnudaginn 11. sept.
Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. laugardaginn 10. sept. kl. 08:30, seinni réttir laugardaginn 17. sept. kl. 16:00
Sveinsstaðarétt, A.-Hún. sunnudaginn 11. sept. kl. 10:00, seinni réttir mánudaginn 26. sept. kl. 09:00 
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. föstudaginn 9. sept. kl. 13:00 og laugardaginn 10. sept. kl. 08:00, seinni réttir mánudaginn 2. sept. kl. 11

Valdarásrétt í Fitjárdal, V.-Hún. föstudaginn 9. sept. kl. 09:00
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 10. sept. kl. 10:00
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardaginn 10. sept.
Árhólarétt (Undadalsrétt) við Hofsós, Skagafirði laugardaginn 17. sept., seinni réttir föstudaginn 23. sept.
Deildardalsrétt í Deildardal, Skagafirði laugardaginn 10. sept., seinni réttir föstudaginn 23. sept.

Flókadalsrétt í Fljótum, Skagafirði sunnudaginn 18. sept.
Hlíðarrétt í Vesturdal, Skagafirði sunnudaginn 18. sept., seinni réttir sunnudaginn 2. okt.
Hofsrétt í Vesturdal, Skagafirði laugardaginn 17. sept.
Holtsrétt í Fljótum, Skagafirði laugardaginn 17. sept., seinni réttir laugardaginn 8. okt. og sunnudaginn 9. okt.
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði sunnudaginn 11. sept.

Mælifellsrétt í Skagafirði sunnudaginn 11. sept., seinni réttir sunnudaginn 18. sept.
Sauðárkróksrétt (Króksrétt), Skagafirði laugardaginn 10. sept.
Selnesrétt á Skaga, Skagabyggð laugardaginn 10. sept., seinni réttir laugardaginn 17. sept.
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skagafirði mánudaginn 12. sept., seinni réttir sunnudaginn 25. sept.
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skagafirði sunnudaginn 11. sept., seinni réttir laugardaginn 17. sept.

Skálárrétt í Hrolleifsdal, Skagafirði laugardaginn 10. sept. 
Staðarrétt (Reynisstaðarrétt), Skagafirði sunnudaginn 11. sept., seinni réttir laugardaginn 17. sept. 
Stíflurétt í Fljótum, Skagafirði föstudaginn 16. sept.,seinni réttir mánudaginn 24. okt. og þriðjudaginn 25. okt. 
Unadalsrétt (Árhólarétt) við Hofsós, Skagafirði laugardaginn 17. sept.

Stóðréttir haustið 2021

Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 1. okt.
Árhólarétt (Unadalsrétt) við Hofsós, Skag. föstudaginn 23. sept.
Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. laugardaginn 1. okt.
Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. Upplýsingar vantar.
Fossárrétt á Skaga, A.-Hún. laugardaginn 17. sept.

Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. Upplýsingar vantar.
Kjalarlandsrétt, A.-Hún. laugardaginn 17. sept.
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 24. sept.
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardaginn 3. sept. kl. 08:00
Selnesrétt á Skaga, Skag. laugardaginn 17. sept.

Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 17. sept.
Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudaginn 18. sept. kl. 11
Staðarrétt í Skagafirði laugardaginn 17. sept.
Unadalsrétt (Árhólarétt) við Hofsós, Skag. Upplýsingar vantar.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. sunnudaginn 25. sept. kl. 09:00

Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 1. okt. kl. 11:00
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. Upplýsingar vantar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir