Útlit fyrir hina bestu skíðahelgi í Stólnum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.01.2023
kl. 14.24
Það er útlit fyrir hið álitlegasta veður um helgina, stilltu og fallegu en það er vissara að klæða sig vel ætli fólk út undir bert loft því hitastigið gæti nálgast mínus 20 gráðurnar. Það eru örugglega margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar (!) og hyggjast smella á sig skíðum og renna sér í Tindastólnum.
Samkvæmt upplýsingum Feykis er dúndurfæri á skíðasvæðinu en það hefur mikið bætt í hvíta gullið og lítur því vel út með helgina.
Opið er í dag, föstudaginn 13. janúar, frá kl. 16-19 og það má því væntanlega reikna með hefðbundnum opnunartíma um helgina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.