Eigið fé Green Highlander ehf. var 807 milljónir í árslok 2022

Deplar Farm lúxushótelið í Fljótum. MYND AF HEIMASÍÐU ELEVEN ENTERPRISE.
Deplar Farm lúxushótelið í Fljótum. MYND AF HEIMASÍÐU ELEVEN ENTERPRISE.

Á heimasíðu Viðskiptablaðsins segir að Green Highlander ehf., sem á og rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum, hafi hagnast um 103 milljónir króna í fyrra.

Reksturinn fyrir árið 2021 var 6 milljón króna tap þar sem heimsfaraldurinn hafði mikið um það að gera og sagði Feykir einmitt frá því að Deplar Farm hafi neyðst til að loka hótelinu tímabundið í lok september 2020 sem varði eitthvað fram á rekstrarárið 2021.  

Er því mikill viðsnúningur á rekstrinum á milli ára því í fyrra var hagnaður fyrir fjármagnsliði 64 milljónum króna. Félagið seldi vörur og þjónustu fyrir 1.357 milljónir króna í fyrra samanborið við 870 milljónir árið á undan. Eigið fé félagsins var jákvætt sem nemur 807 milljónum í árslok 2022 en ári áður nam eigið fé 704 milljónum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir