Boðað til samverustundar í FNV á þriðjudaginn

Bóknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Bóknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.

Drengirnir fjórir sem lentu í alvarlegu umferðaóhappi við Grafará í fyrrakvöld voru allir lagðir inn á gjörgæslu á Landspítalanum. Mbl.is hefur eftir Þorkeli V. Þorsteinssyni, settum skólameistara FNV, að þrír piltanna séu nemendur við skólann. Skólinn hefur því boðað til samverustundar í Bóknámshúsinu á Sauðárkróki þriðjudaginn 15. apríl kl. 17 og er öllum velkomið að mæta.

„Við ætl­um að bjóða fólki að koma sam­an og ræða mál­in enda eru marg­ir í áfalli og ekki síst öll ung­menn­in sem komu að slys­inu,“ seg­ir Þorkell í sam­tali við mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir