77 umsóknir fengu brautargengi Uppbyggingarsjóðs

Alls bárust 98 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir næsta ár þar sem óskað var eftir 180 milljónum króna, en til úthlutunar úr sjóðnum að þessu sinni er rúm 81 milljón króna.

Á heimasíðu samtakanna kemur fram að alls hafi 77 umsóknir fengið brautargengi samtals að upphæð 81 millj. kr. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fékk 31 umsókn styrk samtals að upphæð 40 millj. kr. og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 46 umsóknir með 41 millj. kr. Fjármagn Uppbyggingarsjóðsins er hluti af samningi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2020-2024.

Hæsta styrkinn að þessu sinni, alls fjórar milljónir, fékk Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga til kvikmyndaframleiðslu.

Styrkhafa Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2023 má finna HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir