V-Húnavatnssýsla

Skráning fyrir vorönn í Dansskóla MenHúnVest

Nú er skráning hafin í Dansskóla Menningarfélags Húnaþings vestra fyrir vorönn 2024. Dansskólinn var stofnaður í haust og fékk vægast sagt góðar undirtektir og á þessari önn verður ekki einungis kennt á Hammstanga heldur líka á Blönduósi. Skólinn hefur göngu sína 26. febrúar næstkomandi og verður kennt í 10 skipti, eða til og með 7. maí. 
Meira

Frostið fór í 25 gráður á Sauðárkróksflugvelli í gær

Það hefur verið fimbulkuldi hér fyrir norðan síðustu daga en í gær var minnstur hiti á landinu á Sauðárkróksflugvelli eða mínus 25 gráður. Bíleigendur á Sauðárkróki skulfu margir hverjir þegar þeir settust inn í farartækin sín og hitamælar sýndu um 20 stiga frost. Þekktir kuldapollar eru í Skagafirði og þá ekki hvað síst í nágrenni Héraðsvatna. Þannig mátti lesa á samfélagsmiðlum að mælar hefðu sýnt allt að 29 stiga frost við Löngumýri.
Meira

Nýr umsjónaraðili Málmeyjar í Skagafirði valinn

Skagafjörður auglýsti eftir nýjum umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði á haustdögum. Málmey er stærsta eyjan á Skagafirði, um 160 ha að stærð. Á fund Byggðarráðs komu fulltrúar úr hópi þriggja umsækjenda um umsjónarmannastöðu um Málmey á Skagafirði, sem byggðarráð boðaði til að veita nánari upplýsingar um umsóknir hlutaðeigandi.
Meira

Frábær þátttaka á námskeiði í grúski

Feykir sagði fyrir skemmstu frá skemmtilegu námskeiði í grúski sem framundan væri hjá Héraðsbókasafninu og Héraðsskjalasafninu á Sauðárkróki. Gaman er að segja frá því að frábær þátttaka er á þessu bráðsniðuga námskeiði sem söfnin standa fyrir og hófst í gær. Alls eru 26 þátttakendur skráðir.
Meira

Tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á 377. fundi sínum þann 11. janúar 2024 framlengingu heimildar til niðurfellingar gatnagerðagjalda nokkurra íbúðarhúsalóða á Hvammstanga og Laugarbakka.
Meira

Endurbygging Ásgarðs í Skagastrandarhöfn

Á vefsíðu Sveitarfélags Skagastrandar kemur fram að þann 15. janúar 2024 var undirritaður verksamningur við Borgarverk ehf um endurbyggingu Ásgarðs.
Meira

Ánægja með áfrýjun dóms á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Húnahornið segir frá því að byggðarráð Húnaþings vestra hafi lýst yfir ánægju með að niðurstöðu dómsmáls Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, vegna úthlutana úr sjóðnum, hafi verið áfrýjað Enda leiði niðurstaða dómsins, standi hann óbreyttur, til skerðingar framlaga allra sveitarfélaga í landinu. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í síðasta mánuði var íslenska ríkið dæmt til að greiða Reykjavíkurborg tæpa 3,4 milljarða ásamt vöxtum.
Meira

Framkvæmd til að tryggja öryggi og bæta upplifun

Í síðastliðnum desember var bætt í grjótgarðinn meðfram Hafnarbraut við höfnina á Hvammstanga. Þetta mun vera liður í framkvæmd sem fékk styrk frá Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða en verkið felur í sér að gera öruggan göngustíg, með mögulegum pollum og köðlum, frá höfninni áleiðis að Selasetri Íslands. Þetta er gert til að tryggja öryggi og bæta upplifun ferðamanna jafnt sem heimafólksen grjótgarðurinn er fyrsta skrefið í því verki.
Meira

Ný vatnslögn frá Hvammstanga að Laugarbakka tekin í gagnið

Vinna við lagningu neysluvatnslagnar frá Hvammstanga að Laugarbakka til að leysa vatnsskort sem þar hefur ítrekað verið að koma upp hefur staðið yfir frá því í sumar. Í frétt á vef Húnaþings vestra er sagt frá því að nú hefur vatni loks verið hleypt á lögnina.
Meira

Nú er frost á fróni, frýs í...

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum beina þeir þeim tilmælum til notenda hitaveitu á Sauðárkróki að fara sparlega með heita vatnið. Nú er mjög kalt og mikil vindkæling og útlit fyrir kulda áfram næstu daga og þess verður vart á stöðu heita vatnsins.
Meira