V-Húnavatnssýsla

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga

Í Húnaþingi vestra hefur sumardagurinn fyrsti verið haldinn hátíðlegur allt frá árinu 1957 og í ár verður engin breyting á því þegar félag eldri borgara í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00.
Meira

Sóldísir í Gránu

Kvennakórinn Sóldís heldur lokatónleika söngársins í Gránu á Sauðárkróki í kvöld, miðvikudaginn 24.apríl, svo nú er síðasti séns að hlusta á kórinn flytja lög Magnúsar Eiríkssonar.
Meira

Karlakórinn Lóuþrælar syngja inn vorið

Karlakórinn Lóuþrælar syngja inn vorið í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, miðvikudaginn 24. apríl, og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.
Meira

Sigríður Ólafsdóttir - Minning

Við andlát Sigríðar Ólafsdóttur, fyrrum húsfreyju í Ártúnum, hvarflar hugurinn rúmlega fjörutíu ár aftur í tímann til ársins 1981, er undirritaður vígðist til starfa sem sóknarprestur í Bólstaðarhlíðarprestakalli. Ártúnsheimilið var eitt fyrsta heimili, er ég steig fæti inn á við komuna þangað. Þar réðu þá ríkjum heiðurshjónin, Sigríður og Jón Tryggvason, organisti og kórstjórnandi með meiru. Þar var aðfluttri prestsfjölskyldu strax tekið með þeirri vinsemd, sem síðan hefur staðist tímans tönn.
Meira

Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins

Í aðdraganda Sæluviku þegar vorið fer að koma halda kórar gjarnan tónleika og deila með áheyrendum uppskeru vetrarstarfsins. Skagfirski Kammerkórinn er engin undantekning á því. Árlega heldur kórinn tónleika á Sumardaginn fyrsta. Sumar er í sveitum er yfirskrift tónleikannan en kórinn syngur undir stjórn Rannvá Olsen.
Meira

Lifandi samfélag – er slagorð Húnaþings vestra

Á dögunum var efnt til kosningar á milli fimm tillagna af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Slagorðið Lifandi samfélag varð hlutskarpast og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna. Í tengslum við kosninguna var þátttakendum boðið að skrá netfang sitt og taka þátt í happadrætti. Dregið hefur verið úr pottinum og voru Pálína Fanney Skúladóttir og Hörður Gunnarsson dregin úr pottinum.
Meira

Ekkert heitt vatn á Hvammstanga nk. laugardag

Á vef Húnaþings vestra er sagt frá því að vegna bilunar í dreifikerfi hitaveitunnar á Hvammstanga verður lokað fyrir heita vatnið á Hvammstanga laugardaginn 27. apríl frá klukkan 08:00 – 18:00.
Meira

Plokkað um allt land á sunnudaginn

Stóri plokkdagurinn á Íslandi verður sunnudaginn 28. apríl en þá ætla allir sem vettlingi geta valdið að fara út og plokka. Það geta allir tekið þátt í þessu ótrúlega skemmtilega og nauðsynlega verkefni því ruslið er víða. Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur tekið þetta verkefni upp á sína arma og hvetur landsmenn alla; einstaklinga, fjölskyldur, vinahópa, vinnustaði og stofnanir, til að taka þátt.
Meira

Upplýsingafundur Íslandspósts á Hvammstanga

Feykir sagði frá því fyrr í vetur að Íslandspóstur hefði tekið ákvörðun um lokun fimm pósthúsa á landsbyggðinni og fimm útibúa að auki. Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælti ákvörðun um að loka pósthúsinu á Hvammstanga en fá að öllum líkindum ekki snúið ákvörðuninni. Nú boðar Íslandspóstur til upplýsingafundar í Félagsheimilinu Hvammstanga mánudaginn 29. apríl kl. 17.
Meira

Baldur og Felix á Sauðárkróki og á Blönduósi í dag

Það hefur efalaust ekki farið framhjá neinum að það eru forsetakosningar framundan en kosið verður 1. júní. Næsta mánuðinn verða því forsetaframbjóðendur, sem stefnir jú í að verði nokkrir, á faraldsfæti og munu taka í hendur eins margra og auðið er. Í dag verða þeir Baldur og Felix á ferðinni hér norðan heiða og í dag heimsækja þeir Sauðárkrók og Blönduós – þar sem Felix bjó einmitt um tíma.
Meira