V-Húnavatnssýsla

Rotþróarlosun

Sveitarfélagið Skagafjörður mun standa fyrir losun rotþróa á næstkomandi vikum.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakjörs 1. júní 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs þann 1. júní 2024 stendur yfir.
Meira

Dreifing á Feyki og Sjónhorni tefst um sólarhring

Þennan fallega en raka miðvikudagsmorgun kom það í ljós að vegna óviðráðanlegra aðstæðna þá tefst dreifing á Feyki og Sjónhorni um sólarhring. Beðist er velvirðingar á þessu og vonandi endurtekur þetta sig ekki enn einu sinni.
Meira

Stefnir í mikinn prjónastemmara á Prjónagleði á Blönduósi

Prjónagleði á Blönduósi verður haldin í áttunda sinn dagana 7.-9. júní næstkomandi en þessi metnaðarfulla hátíð er ætluð áhugafólki um prjónaskap og handavinnu, byrjendum sem lengra komnum. Prjónagleði er haldin af Textílmiðstöð Íslands í samstarfi við heimamenn og ýmsa prjónasérfræðinga. Dagskráin er stútfull af áhugaverðum viðburðum, þar á meðal prjónanámskeiðum, fyrirlestrum, vinnustofum og sýningum. Aðgangur að mörgum viðburðum er ókeypis, en skráning er nauðsynleg fyrir námskeið og vinnustofur. Frekari upplýsingar um dagskrána og skráningu má finna á heimasíðu Textílmiðstöðvar Íslands.
Meira

Ferðamálastefna til framtíðar

Nú er sumarið komið og farfuglarnir sem koma með vélknúnum farartækjum til landsins farnir að fara á stjá. Það má með sanni segja að ferðaþjónustan sé orðin lykilatvinnugrein hér á landi og þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustu hefur aukist ár frá ári. Fjöldi fólks starfar í greininni auk þess sem hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu fer sífellt stækkandi. Aukning í komu ferðamanna til landsins er góð en kallar á sama tíma eftir á skýrri framtíðarsýn í málefnum ferðaþjónustunnar.
Meira

Pavel kveður Tindastól

Merkilegur atburður hefur nú átt sér stað. Í eitt af fáum skiptum í íþróttasögunni hafa þjálfari og félag sammælst í einlægni um starfslok.
Meira

Tónleikar í Hólaneskirkju á Skagaströnd

Kirkjukór Hólaneskirkju heldur tónleika í Hólaneskirkju á Skagaströnd fimmtudagskvöldið 30. maí nk. og hefjast tónleikarnir kl.20:00. 
Meira

Skerða gæti þurft þjónustu sökum manneklu

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar var fjallað um stöðu sumarafleysinga í þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra og eldra fólks í Skagafirði. Fram kemur í frétt á netsíðu Skagafjarðar þá vantar enn níu starfsmenn í afleysingar í hin ýmsu störf á öllum starfsstöðum málefna fatlaðs fólks og eldra fólks á Sauðárkróki og Hvammstanga. Um lögbundna mikilvæga þjónustu er að ræða og því mjög alvarlegt að ekki hafi tekist að fá fólk til starfa.
Meira

Náttúrubarnið Katrín Jakobsdóttir

Það þarf enginn að efast um mikilvægi náttúru- og umhverfisverndar fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Löngu áður en slík mál komust í hámæli hjá almenningi eða náðu útbreiðslu í allri stjórnmálaflórunni voru þetta hennar hjartans mál og í raun ein ástæða þess hún hóf stjórnmálaþátttöku. Íslensk náttúra og umhverfismál skipta þjóðina afar miklu máli og því er mikilvægt að forseti Íslands sé manneskja sem hefur sýnt það í orðum og gjörðum að hún beri hag náttúrunnar fyrir brjósti.
Meira

Brauðréttur og súkkulaðikaka

Matgæðingar í tbl 27, 2023, voru þau Ingunn Sandra Arnþórsdóttir og Birgir Ingvar Jóhannesson. Ingunn er fædd og uppalin á Sauðárkróki en Birgir á Hofsósi en þau búa nú á Sauðárkróki. Ingunn er í fæðingarorlofi eins og er en vinnur hjá Landgræðslunni og Birgir vinnur hjá Vinnuvélum Símonar. Ingunn og Birgir eiga saman tvö börn, Rúrik Leví 6 ára og Anneyju Evu eins og hálfs árs.
Meira