V-Húnavatnssýsla

Lengi lifi rokkið - Gildran með tónleika í Gránu

Hljómsveitin Gildran fagnar á næsta ári fjörtíu ára afmæli sínu og nú er hafa Skagfirðingar og nærsveitungar tækifæri til að mæta í Gránu nk.laugardagskvöld 18. maí og hefjast tónleikarnir kl. 20:30. Trommari Gildrunnar Kalli Tomm sem fæddur er og uppalinn í Mosfellssveit og hefur búið þar meira og minna öll sín ár er nú búsettur á Hofsósi. Feykir heyrði í nýbúanum á Hofósi og tók tal af honum í tilefni flutninga og komandi tónleika.
Meira

Liðið þarf smá tíma til að slípast saman

„Leikurinn við Reyni var heilt yfir nokkuð vel spilaður. Sóknarlega náðum við að halda betur í boltann en við gerðum á móti Selfossi og við vorum að fá góðar opnanir hátt á vellinum en náðum ekki að nýta þær stöður nægilega vel,“ sagði Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar, þegar Feykir spurði hann út í leikinn gegn Reyni Sandgerði í 2. umferð 2. deildar en leikurinn fór fram á Dalvík um helgina. Leikurinn endaði með 1-3 sigri Sandgerðinga líkt og Feykir sagði frá.
Meira

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland komin í samráðsgátt

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt landsáætlun um riðuveikilaust Ísland. Áætlunin er unnin af starfshópi sem var skipaður í janúar 2024 og gerir hún ráð fyrir umtalsverðri breytingu á nálgun við útrýmingu riðuveiki frá því sem verið hefur. Horft er frá því að reyna að útrýma riðusmitefninu sjálfu en megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn smitefninu ásamt áframhaldandi aðgerðum til að hefta mögnun og dreifingu þess.
Meira

Langar ykkur að taka þátt í krakkakosningunum?

Umboðsmaður barna og KrakkaRÚV standa fyrir sínum sjöttu Krakkakosningum, nú í tengslum við forsetakosningarnar sem haldnar verða þann 1. júní nk. Með Krakkakosningum er börnum gefið tækifæri á að láta í ljós skoðanir sínar á frambjóðendum og er það í samræmi við það sem m.a. kemur fram í Barnasáttmálanum, samningi Sameinuðu þjóðanna um rétttindi barnsins, þar sem segir að börn eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RUV að kvöldi kosningadags.
Meira

Hópslysaæfing á Blönduósi

Síðastliðna helgi var haldin hópslysaæfing þar sem viðbragðsaðilar af öllu Norðurlandi vestra tóku þátt. Til æfingarinnar mættu tæplega 200 manns þar sem æfð voru viðbrögð við fjölmennu slysi hópbifreiðar og fólksbifreiða.
Meira

Krækjur gerðu gott mót

Dagana 9.–11. maí sl. fór Öldungamót Blaksambands Íslands fram í íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ. Mótið er haldið ár hvert og var þetta í 47. skiptið sem það fer fram. Að þessu sinni var það í höndum Blakdeildar Aftureldingar en þetta er stærsta blakmót ársins fyrir fullorðna einstaklinga þar sem leikgleði og skemmtun er í fyrirrúmi. Yfirskrift mótsins var gleði og var vonast til þess að liðin mættu til leiks í glaðlegum búningum og mátti sjá þá ýmsa skrautlega – bæði ljóta og flotta.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakjörs 1. júní 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs þann 1. júní 2024 er hafin.
Meira

Alþjóðlegi safnadagurinn er á laugardaginn

Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur 18. maí næstkomandi. Af því tilefni verður frítt að heimsækja Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ á milli kl. 11-15. Þá verður sömuleiðis opið hjá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði milli kl. 13 og 16 þar sem m.a. verður boðið upp á barnaleiðsögn um hákarlaveiðar.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir starf verkefnisstjóra stjórnsýslu-, atvinnu- og kynningarmála

Húnaþing vestra leitar að drífandi einstaklingi í stöðu verkefnastjóra stjórnsýslu-, atvinnu- og kynningarmála á fjármála- og stjórnsýslusviði sem vinnur þvert á öll svið sveitarfélagsins. Um fjölbreytt og spennandi framtíðarstarf er að ræða hjá sveitarfélagi í sókn. Starfið krefst færni á ýmsum sviðum, m.a. á leiðum til kynningar- og miðlunar, umsjón viðburða, styrkjaumhverfi, stjórnsýslu, o.m.fl. Um 100% starf er að ræða.
Meira

Auðlindirnar okkar

Flest erum við sammála um að sameign þjóðar á auðlindum eigi að vera meitluð í stjórnarskrá sem og ákvæði um sjálfbæra nýtingu. Umgengni við auðlindir hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eru brotalamir í umgjörð. Nú þegar verið er að setja eftir á reglur um nýtingu fjarðanna fyrir lagareldi sést hversu óheppi­legt það er.
Meira