V-Húnavatnssýsla

Hafnfirðingar stálu stigi á Blönduósi

Það var hátíð í bæ á Blönduósi í dag þegar Kormákur/Hvöt spilaði fyrsta leikinn þetta sumarið á alvöru heimavelli. Það voru Haukar úr Hafnarfirði sem skutust norður í sumarið og þeir höfðu eitt stig upp úr krafsinu, stig sem að alhlutlausum heimamönnum þóttu þeir ekki eiga skilið. Lokatölur 1-1 og Húnvetningar í áttunda sæti með fjögur stig líkt og Þróttur úr Vogum en með betri markatölu.
Meira

Mexikósk panna og mjólkurlaus ís

Þau Regína Valdimarsdóttir og Stefán Þór Þórsson voru matgæðingar vikunnar í tbl 26. Regína og Stefán eru gift og eiga tvö börn, Yrsu 9 ára og Valdimar 3 ára. Stefán er fæddur og uppalinn í Háfi sem er bóndabær rétt fyrir utan Þykkvabæ en Regína er ættuð úr Skagafirðinum en uppalin í Garðabæ. Regína er lögfræðingur að mennt og með meistaragráðu í lögfræði og opinberri stjórnsýslu. Starfar hann sem teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki. Stefán Þór er húsasmiður og er einnig í iðnmeistaranámi og starfar sem smiður hjá Trésmiðjunni Ýr. Þau elska mexíkóskan mat og ís og hafa eftirfarandi uppskriftir slegið í gegn á heimilinu. 
Meira

Alls brautskráðust 124 nemendur frá FNV í gær

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 45. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 24. maí 2024 að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 124 nemendur af eftirtöldum námsbrautum en alls voru gefin út 151 prófskírteini:
Meira

Doritos kjúklingur og gamla góða eplakakan

Meira

Skiptir skipulag máli?

Skipulagsgögn eiga að tryggja samráð við almenning og öll eiga að hafa tækifæri til þess að hafa áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga. Öll hafa aðgengi að skipulagsáformum og leiðum til að koma skoðunum sínum á framfæri áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar og er mikilvægt að nýta sér það. Ábendingar og mótmæli íbúa og hagsmunaaðila eiga að geta leitt til breytinga á skipulagsáformum eða að hætt sé alfarið við þau.
Meira

Stefnir í sumarhelgi og hjólhýsaviðrun

Eitthvað örlítið var Feykir að grínast með veðrið í pappírsútgáfu sinni nú í vikunni. Bent var á að tveggja stafa hitatölur hafa ekki verið að gera gott mót þetta vorið. Síðan var sagt var frá að spáð væri allt að 15 stiga hita á Norðurlandi vestra – þetta var spá mánudagsins fyrir helgina framundan – en að sjálfsögðu væri spáð allt að 20 gráðum á Akureyri. Nú hefur þeim á Veðurstofunni snúist hugur.
Meira

Davis Geks áfram með Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls gaf frá sér tilkynningu fyrir stuttu að samið hafi verið við Davis Geks um að leika áfram með liðinu á næsta tímabili 2024-2025. Davis Geks samdi fyrst við Tindastól í febrúar 2023 og varð hann Íslandsmeistari með liðinu það ár.
Meira

Samningar um rekstur Fab Lab smiðja endurnýjaðir

Á síðu stjórnarráðsins er sagt frá því að í vikunni hafi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari undirritað nýjan samning um Fab Lab Reykjavík sem staðsett er í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Undirritun þessa samnings er sú fyrsta í röðinni í því ferli að endurnýja samninga við alls 11 Fab Lab smiðjur víðs vegar um landið.
Meira

Endurnýjun hitaveitulagna á Hvammstanga

Næstu daga munu framkvæmdir hefjast við endurnýjun hitaveitulagna við Veigarstíg, norður Höfðabraut og upp Lækjagötu að Hvammstangabraut. Fram kemur á heimasíðu Húnaþings vestra að verktími sé áætlaður frá 22. maí til 30. ágúst en kappkostað verður að ljúka verkinu á sem skemmstum tíma.
Meira

Berglind ráðin verkefnastjóri hjá SSNV

Berglind Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá SSNV og mun hún hefja störf í sumar. Berglind býr yfir víðtækri og góðri reynslu af verkefnastjórnun og hefur reynslu af að innleiða og stýra umfangsmiklum verkefnum.
Meira