V-Húnavatnssýsla

AFLATÖLUR | Dagana 4. feb.–10. feb. á Norðurlandi vestra

Á Skagaströnd lönduðu sex bátar og var heildaraflinn tæp 43 tonn í átta löndunum. Aflahæstur var línubáturinn Tryggvi Eðvarðs SH 2 með rúm tólf tonn í einni löndun og var uppistaða aflans þorskur. Þá segir á Facebook-síðu Skagastrandarhafnar að þorskurinn hafi verið vel vænn og útbelgdur.
Meira

Ágætu Skagfirðingar

Þið sem eitthvað þekkið til mín vitið eflaust að mér eru málefni fatlaðra svolítið hugleikin, ekki síst aðgengismál. Ég hef svo sem reynt það á eigin skinni hvað lítið þrep getur verið mikil hindrun fyrir manneskju með göngugrind sem á erfitt með að lyfta fótunum. Í mörgum tilfellum er svo einfalt að sleppa tröppum og hafa þetta bara hallandi. Vissulega höfum við unnið mikið í því að bæta aðgengi og erum enn að. Ég vitna stundum í hana Önnu Pálínu Þórðardóttur þegar rætt er um málefni fatlaðra. Hún komst ekki á bókasafnið fyrr en um sjötugt þegar farið var að bera hana á milli hæða. Mikið sem hún var glöð þegar lyftan kom í Safnahúsið. Hún var fædd árið 1935 og á þeim tíma áttu fatlaðir einstaklingar helst ekki að vera sýnilegir. Síðan þá hefur sem betur fer margt breyst.
Meira

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum

Á vef SSNV segir frá að List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn. Starfandi listafólk, stofnanir og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu á einhvern hátt geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 17. mars 2024. Valnefnd fer yfir umsóknir. List fyrir alla hefur samtal við þau verkefni sem valnefnd velur. Í framhaldi af því verður útbúinn samningur um greiðsluþætti sem List fyrir alla sér um, svo sem ferðakostnað, laun og uppihald.
Meira

1-1-2 dagurinn haldinn hátíðlegur um sl. helgi

Á Norðurlandi vestra var 1-1-2 dagurinn, sem var sunnudaginn 11. febrúar, haldinn hátíðlegur á Hvammstanga, Blönduósi og á Sauðárkróki.
Meira

Opnunartíminn hjá Skíðasvæði Tindastóls í vetrarfríinu

Skíðasvæði Tindastóls áætlar að hafa opið allt vetrarfríið og því um að gera að kíkja á skíði með krakkana. Tala nú ekki um ef þið hafið aldrei farið því hægt er að leigja allan búnað á staðnum, bæði snjóbretti og skíði. Opnunartíminn verður þannig að 15.-16. febrúar er opið frá 12-19, helgina 17.-18. febrúar er opið frá 11-16, vikuna 19.-23. febrúar er opið frá 12-19 og svo helgina 24.-25. febrúar er opið frá 11-16.
Meira

Sveiflukóngurinn 80 ára

Geirmundur Valtýsson er landsmönnum góðu kunnur eftir að hafa skemmt Íslendingum í áratugi. Í tilefni 80 ára afmælis hans 13. apríl næstkomandi ætlar úrval hljóðfæraleikara og söngvara að flytja öll hans vinsælustu lög í Eldborgarsal Hörpu 6. apríl , honum til heiðurs.
Meira

Fjölskyldufjör í Glaumbæ

Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir skemmtilega dagskrá fyrir börn og aðstandendur þeirra í vetrarfríinu fimmtudaginn 15. febrúar, frá kl. 12-16.
Meira

Helgistund í Hóladómkirkju

Að kvöldi sprengidags, þriðjudaginn 13.febrúar kl: 20:00 verður helgistund í Hóladómkirkju. Séra Halla Rut Stefánsdóttir messar, kirkjukórinn leiðir sönginn og organisti verður Jóhann Bjarnason. 
Meira

Skagfirðingar aftur í sund

Eftir hörkufrosta-kafla opnuðu sundlaugarnar á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð á ný í dag mánudaginn 12. febrúar, samkvæmt opnunartíma, en eins og tilkynnt var á dögunum þurfti að loka laugunum vegna skorts á heitu vatni.
Meira

Álagningarseðill fasteignargjalda

Á dögunum gaf sveitarfélagið út álagningarseðla vegna fasteignagjalda árið 2024. Í ljósi þess og þeirrar umræðu sem við höfum orðið vör við í kjölfarið langar mig að setja nokkur orð á blað um tilurð þessara gjalda og stöðu sveitarfélagsins gagnvart þeim.
Meira