Hollvinasamtök HVE komu færandi hendi
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
04.06.2024
kl. 09.33
Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga, afhenti í gær sjúkraflutningamönnum á Hvammstanga æfingahendi til að æfa uppsetningu æðaleggja. Slíkar aðgerðir eru mikilvægur partur af starfi sjúkraflutningamanna og nauðsynlegt að æfa til að aðgerðir gangi sem best, bæði fyrir sjúkling og sjúkraflutningamann.
Meira