V-Húnavatnssýsla

Nýr leikskólastjóri Húnabyggðar

Fram kemur á vef Blönduósbæjar að Sigríður Bjarney Aadnegard hefur verið ráðin leikskólastjóri og Kristín Birgisdóttir aðstoðarleikskólastjóri hjá leikskólum Húnabyggðar.
Meira

Glæsileg gjöf afhent á fjölskyldudeginum á hátíðinni Eldur í Húnaþingi

Egill Þór Pétursson er þriggja ára drengur býr á Laugarbakka í Húnaþingi-Vestra. Hann er með heilkenni sem kallast Snap25, sem einungis 30 einstaklingar í heiminum hafa greinst með og þar ef er Egill eini íslendingurinn. Foreldrar hans (Ragnheiður og Pétur) eru að byggja sér hús á Hvammstanga, húsið mun vera á einni hæð sem er mjög gott fyrir Egil.
Meira

Rök fyrir áframhaldandi strandveiðum

Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur.
Meira

Ágúst pínu betri en júlí :: Skeyti frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Núna tók veðurklúbburinn ákvörðun um að halda mánaðarlega fundinn sinn viku fyrr en vanalega, eða 26. júlí, til að fara yfir veðurútlit ágústmánaðar, segir í skeyti veðurspámanna á Dalbæ. Segir þar að ýmsar upplýsingarnar hafi komið frá félögum að þessu sinni en engar voru þær verulega slæmar frekar en undanfarið.
Meira

Kári hafði betur gegn Kormáki/Hvöt í hörkuleik

Lið Kormáks/Hvatar spilaði í Akraneshöllinni í gærkvöldi þar sem Kári beið þeirra. Heimamenn höfðu greinilega reiknað með erfiðum leik og lögðu allt í sölurnar til að vinna hann og bættu við sig fimm leikmönnum áður en leikmannaglugginn lokaði. Hvort það var það sem skóp sigurinn skal ósagt látið en Akurnesingarnir höfðu betur að þessu sinni og unnu 3-2 og jöfnuðu þar með lið Húnvetninga að stigum í 3. deildinni.
Meira

Stjórn SSNV gerir athugasemdir við frumvarp til laga um sýslumann

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa sent umsögn um drög að frumvarpi til laga um sýslumann í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin voru birt 13. júlí en frestur til umsagnar er til 15. ágúst. Í umsögninni kemur fram að ekki hafi verið brugðist við áðursendum áhyggjum eða athugasemdum samtakanna sem settar voru fram á fyrri stigum.
Meira

Bjarni Jónsson um jarðgangagjald: hugnast illa mismunun eftir búsetu

„Mér hugnast illa hverskyns gjaldheimta af samgöngum sem mismunar fólki eftir búsetu. Til þess hefur innviðaráðherra ekki sérstakar heimildir svo ég viti til og slíkt hefur ekki verið rætt í tíð þess þings sem nú situr eða samgöngunefnd alþingis sem ætti að véla um slíkar ákvarðanir“ segir Bjarni Jónsson alþm. um áform um gjaldtöku af umferð um jarðgöng.
Meira

Við bjóðum þér til Sturluhátíðar 13. ágúst

„Hugmyndin er að þessi hátíð verði upphafið að þróunarverkefni sem beinist að því að sett verði upp Sturlusetur sem dragi að sér fólk í framtíðinni”. Þannig komst Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra að orði þegar hann lýsti hugmyndum um Sturluhátíð í Dalabyggð til að minnast þess að 800 ár voru þá liðin frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar, skálds og sagnaritara á Staðarhóli í Dölum.
Meira

Selatalningin mikla er á laugardaginn

Hin árlega selatalning á Vatnsnesi og Heggstaðanesi fer fram laugardaginn 30. júlí. Talningin er á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga og er óskað eftir sjálfboðaliðum við talninguna.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar á bullandi siglingu

„Heitasta lið 3. deildar komið í 5. sætið með sigrinum í kvöld. Fullt af fastamönnum frá en aðrir stíga upp. Ósigraðir í síðustu sex leikjum. Gaman!“ segir á aðdáendasíðu Kormáks en þar má fylgjast með helstu fréttum af leikjum Kormáks/Hvatar og ævintýrum þeirra í fótboltanum. Í gærkvöldi spilaði lið Húnvetninga á Hvammstangavelli og sá til þess að Vængir Júpiters náðu ekki að hefja sig til flugs. Lokatölur 2-0.
Meira