Byggðarráð Skagafjarðar bendir á Alexandersflugvöll sem augljósan kost
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.08.2022
kl. 14.27
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það gýs að nýju á Reykjanesskaga og vísindamenn leiða líkum að því að þessar jarðhræringar, með tilheyrandi skjálftum og eldgosum, geti staðið yfir næstu áratugina. Þar sem Keflavíkurflugvöllur er í námunda við gossvæðið gæti svo farið að gos hefði gríðarleg áhrif á samgöngur; bæði um flugvöllinn og nálæga þjóðvegi. Því hefur nú blossað upp umræða um heppilegan varaflugvöll fyrir landið. Á fundi í gær benti byggðarráð Skagafjarðar á að Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki henti vel sem svar við þessari brýnu þörf.
Meira