V-Húnavatnssýsla

Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings

Á Facebook- síðu Hestamannafélagsins Skagfirðings segir að uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings fór fram sunnudaginn 22. október, þar sem veitt voru verðlaun fyrir tímabilið og farið yfir næsta vetur. Pollarnir þeirra fengu öll þátttökuverðlaun fyrir flottan árangur. 
Meira

Jól í skókassa

Feykir sagði frá verkefninu Jól í skókassa ekki margt fyrir löngu, nú er að verða komið að þessu. Skila þarf inn skókössunum mánudaginn 30. október í Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki frá 17:00-20:00.
Meira

Sjónhorn vikunnar er komið út eins og alla miðvikudaga:)

Það er margt skemmtilegt hægt að lesa í Sjónhorni vikunnar. Nú fer t.d. hver að verða síðastur í að sjá bráðskemmtilega leikritið um Benedikt Búálf, Dagskrá fyrir málþing til heiðurs Jóni Bjarnasyni, Tónleikar hjá Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps og hreppamanna, hrekkjavaka í Glaumbæ og ýmislegt fleira....
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls segir upp samningi við Stephen Domingo

Í tilkynningu á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að samningnum við Stephen Domingo hafi verið sagt upp. Samið var við Domingo í september og spilaði því aðeins nokkra leiki með Tindastól. Sem áhorfandi sýndist mér Domingo ekki alveg ná að smella inn í það hlutverk sem honum var ætlað. Þá þakkar Körfuknattleiksdeild Tindastóls Stephen Domingo fyrir veru sína hjà félaginu og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur. 
Meira

Við leggjum niður störf í heilan dag

Á vefnum kvennafri.is segir að þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. Við sem samfélag virðumst orðin samdauna stöðunni og teljum að jafnrétti komi með tímanum — jafnvel þó vitað sé að það muni a.m.k. taka heila ævi.
Meira

Laun fyrir lífi – ungra bænda og íslenskra sveita

Næstkomandi fimmtudag kl. 13:00 efna Samtök ungra bænda til baráttufundar fyrir lífi sínu og sveitanna í Salnum í Kópavogi. Átta ungir bændur munu taka til máls auk þriggja gestafyrirlesara auk þess sem málin verða rædd í pallborði með þátttöku gesta í sal. Vonast er eftir troðfullu húsi og góðri mætingu ráðherra og þingmanna sem halda á fjöreggi þjóðarinnar í matvælaframleiðslu, landbúnaðinum, sem fjöldi ungs fólks er um þessar mundir að flýja eða forðast. Þeir sem ekki eiga heimangegnt geta fylgst með fundinum í streymi.
Meira

Haustfundur félags eldri borgara í Húnaþingi vestra

Haustfundur félags eldri borgara í Húnaþingi vestra verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 25. okt. og hefst hann klukkan 14:00. Allir félagar eru hvattir til þess að mæta og koma sínum skoðunum á framfæri.
Meira

Tveir sigrar sömu helgi

Meistaraflokkur karla í körfubolta lék leik í Subway-deildinni föstudaginn 20. október þegar Tindastóll sótti Grindavík heim. Frábær leikur sem endaði með sigri Tindastóls eftir að leikurinn fór í framlengingu. Lokatölur í leiknum voru 96 stig Grindvíkinga á móti 106 stigum hjá Tindastól.
Meira

„Átti fyrirmynd í mömmu og ömmu minni sem voru síprjónandi og saumandi,,

Guðbjörg Árnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík og Garðabæ. Hún fluttist á Krókinn árið 1992 og hefur unnið á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki í næstum tuttugu ár.
Meira

Pestó kjúklingaréttur og meðlæti

Sigrún Elva Benediktsdóttir var matgæðingur í tbl 5 á þess ári og er Sigrún fædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti heim í fyrra sumar eftir að hafa búið síðustu tíu ár í Svíþjóð þar sem hún kynntist barnsföður sínum, Shaher, sem kemur frá Sýrlandi og eiga þau saman tvo stráka.
Meira