Umsjónarmaður með Málmey í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
26.10.2023
kl. 15.30
Páll Magnússon hefur látið af störfum sem umsjónarmaður með Málmey. Skagafjörður auglýsir því eftir umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði. Málmey er stærsta eyjan á Skagafirði, um 160 ha að stærð. Hún er fremur láglend en hækkar til norðurs. Sunnanvert er eyjan úr móbergi en norðurhlutinn er hraundyngja. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að Málmey verði sett á framkvæmdaáætlun (B-hluta) náttúruminjaskrár, sbr. 33. gr. laga um náttúruvernd. Útbreiðsla hvannar er mikil í eyjunni. Mikilvæg sjófuglabyggð er á Málmey og þar kæpa um 90% af útselum Norðvesturlands og um 6,5% af heildarstofninum.
Meira