Skagafjörður

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Karólína í Hvammshlíð var kjörin maður ársins fyrir árið 2023 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2024.
Meira

Við þökkum traustið

Síðastliðinn laugardag fóru fram sögulegar kosningar til Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi og flokkur fyrrum forsætisráðherra datt af þingi, sem og Píratar og Sósíalistar náðu ekki inn. Flokkur fólksins er einn af sigurvegurum kosninganna og vann stóran sigur, fór úr 8.9% árið 2021 í 13,8% og bætti við sig tæplega 13 þúsund atkvæðum. Í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaði Flokkur fólksins fylgi sitt í atkvæðum talið, fékk 16,7% og tvo þingmenn einn flokka í kjördæminu.
Meira

Húnaþing vestra og Dalabyggð ræða mögulega sameiningu

Á fréttavefnum huni.is segir að samtöl eru hafin um hugsanlega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í gær og fjallað um í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Samanlagður íbúafjöldi sveitarfélaganna er um 1.900 manns. Magnús Magnússon, oddviti Húnaþings vestra, segir í samtali við Morgunblaðið að nokkuð sé síðan þreifingar um málið hófust og að það verði tekið til umræðu á opnum fundi á vegum sveitarstjórnar í Félagsheimili Hvammstanga í dag.(var í gær)
Meira

Dagur sjálfboðaliðans er í dag, fimmudaginn 5. desember

Í tilefni af því að í dag er dagur sjálfboðaliðans, fimmtudagurinn 5. desember, bjóða UMFÍ, UMSS og ÍSÍ öllum sjálfboðaliðum, þjálfurum, iðkendum og þeim er tengjast íþróttastarfi í Skagafirði að kíkja við í húsakynni félaganna að Víðigrund 5 á Sauðárkróki milli kl. 10-17 í spjall, drykki, vöfflur og piparkökur.   Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar!
Meira

Fyrirlestur um fornleifarannsóknir í Hjaltadal

Laugardaginn 7. desember kl. 14:00 verður haldinn fyrirlestur í aðalbyggingu Háskólans á Hólum um frumniðurstöður fornleifarannsóknar sem farið hefur fram í Hjaltadal undanfarin fjögur sumur.
Meira

Skagfirðingur tekur við stöðu bæjarstjóra á Ísafirði

Í alþingiskosningunum um liðna helgi kusu Norðvestlendingar bæjarstjórann á Ísafirði á þing. Ísfirðingar voru fljótir til og skipuðu Skagfirðing í embættið í stað Örnu Láru Jónsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Það er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir frá Dalsmynni í Hjaltadal sem verður næsti bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Meira

Góð mæting á Kirkjutorgið þó veðrið hafi ekki spilað með

Veðrið var kannski ekki í jólaskapi á laugardaginn þegar ljós voru tendruð á jólatré Króksara á Kirkjutorginu. En það var í það minnsta hvít jörð sem er jú alltaf jólalegra og bjartara. Sagt er frá því í frétt á vef Skagafjarðar að íbúar hafi ekki látið kuldann og vindinn á sig fá og var vel mætt – margir örugglega fullir af fjöri og krafti eftir að hafa skóflað í sig gómsætu á fjölmennu jólahlaðborði Rótarýklúbbsins.
Meira

Rosaleg endurkoma Stólastúlkna í lokafjórðungnum gegn toppliðinu

Stólastúlkur mættu toppliði Hauka í Bónus deildinni í kvöld í kostulega sveiflukenndum leik. Gestirnir voru ellefu stigum yfir fyrir lokafjórðunginn og höfðu spilað vel í öðrum og þriðja leikhluta og gjörsamlega slegið heimastúlkur út af laginu en þær höfðu átt glimrandi leik í fyrsta leikhluta. En Stólastúlkur gáfust ekki upp, snéru leiknum sér í hag og komust yfir með þristi frá Brynju Líf þegar þrjár og hálf mínúta var eftir og þá var orkan okkar megin. Lokatölur 90-86 og sannarlega frábær sigur í höfn.
Meira

Svipmyndir frá Rökkurgöngu í Glaumbæ

Rökkurganga Byggðasafns Skagfirðinga fór fram í Glaumbæ sunnudaginn 1. desember. Hús safnsins voru skreytt hátt og lágt og eins og hefð er fyrir þá var sögustund í baðstofunni sem var vel sótt að venju. Þá komu félagar úr þjóðháttafélaginu Handraðanum, konur úr Pilsaþyt og félagar úr Kvæðamannafélaginu Gefjunni í heimsókn og voru með jólastarfsdag í gamla bænum. Andrúmsloftið í bænum var eins og við jólaundirbúning um 1900.
Meira

Steinunn kynnir Dauðadóminn á Kaffi Krók

Miðvikudaginn 4. desember kynnir Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, bók sína, Dauðadómurinn, á Kaffi Krók á Sauðárkróki. Bókin byggir á rannsókn Steinunnar á aftökum eftir siðaskupti á Íslandsi og segir sögu Bjarna Bjarnasonar frá Sjöundá.
Meira