Nýtt hljóðkerfi tekið í gagnið í Síkinu

Þorvaldur Gröndal frístundastjóri ásamt Adam Smára Hermannssyni deildarstjóra Exton Akureyri við nýju græjurnar.  MYND AF SKAGAFJÖRÐUR.IS
Þorvaldur Gröndal frístundastjóri ásamt Adam Smára Hermannssyni deildarstjóra Exton Akureyri við nýju græjurnar. MYND AF SKAGAFJÖRÐUR.IS

Nýtt hljóðkerfi hefur verið sett upp í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki og mun það leysa af hólmi gamla kerfið sem var víst komið á tíma. Fram kemur í frétt á heimasíðu Skagafjarðar að nýja kerfið sé mun öflugra en kerfið sem fyrir var og mun nýtast vel við íþróttakennslu í húsinu, dreifir hljóðinu betur um salinn og er þar að auki mun einfaldara í notkun.

Kerfið verður væntanlega tekið til kostanna í kvöld þegar Stólarnir taka á móti liði Keflavíkur í Subwaydeildinni ... svona ef Reykjanesbrautin verður fær. Spurning hvort kynnirinn, Hlífar Óli, verði ekki í góðum gír í nýjum græjum.

Það var Exton Akureyri sem sá um að setja upp nýja hljóðkerfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir