Nýtt hljóðkerfi tekið í gagnið í Síkinu
feykir.is
Skagafjörður
06.01.2023
kl. 15.00
Þorvaldur Gröndal frístundastjóri ásamt Adam Smára Hermannssyni deildarstjóra Exton Akureyri við nýju græjurnar. MYND AF SKAGAFJÖRÐUR.IS
Nýtt hljóðkerfi hefur verið sett upp í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki og mun það leysa af hólmi gamla kerfið sem var víst komið á tíma. Fram kemur í frétt á heimasíðu Skagafjarðar að nýja kerfið sé mun öflugra en kerfið sem fyrir var og mun nýtast vel við íþróttakennslu í húsinu, dreifir hljóðinu betur um salinn og er þar að auki mun einfaldara í notkun.
Kerfið verður væntanlega tekið til kostanna í kvöld þegar Stólarnir taka á móti liði Keflavíkur í Subwaydeildinni ... svona ef Reykjanesbrautin verður fær. Spurning hvort kynnirinn, Hlífar Óli, verði ekki í góðum gír í nýjum græjum.
Það var Exton Akureyri sem sá um að setja upp nýja hljóðkerfið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.