Upplestur í tilefni ljóðabókaútgáfu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Fréttir
17.11.2023
kl. 09.02
Í dag er formlegur útgáfudagur 8. ljóðabókar Gísla Þórs Ólafssonar, „Hafið... 20 cm í landabréfabók“. Í tilefni af útgáfunni verður blásið til upplestrar í Gránu á Sauðárkróki næstkomandi sunnudag, 19. nóvember, kl. 14. Þar kynnir Gísli nýju bókina og les uppúr henni, auk þess sem stiklað verður á stóru um ferilinn og tekið nokkur lög, en auk ljóðabóka hefur Gísli gefið út 5 hljómplötur á árunum 2012-2022.
Nýja ljóðabókin er fáanleg í Skagfirðingabúð, Pennanum á Akureyri og Pennanum syðra (Austurstræti og Skólavörðurstíg) og í Forlaginu við Fiskislóð.
Einnig er hægt að senda Gísla póst í netfangið thorgillon@gmail.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.