Uppbyggingarverkefni í ferðaþjónustu

Við Ketubjörg. MYND AF VEF SKAGAFJARÐAR
Við Ketubjörg. MYND AF VEF SKAGAFJARÐAR

Á heimasíðu Skagafjarðar er auglýst eftir uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista Skagafjarðar fyrir áfangastaðaáætlun Norðurlands (DMP). Þau verkefni sem eru á forgangslista Skagafjarðar fá auka stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en opnað verður fyrir umsóknir í haust.

Skila þarf inn greinagóðri lýsingu á verkefnum, upplýsingum um hagsmunaaðila ásamt samþykki allra landeigenda ef við á. Einnig skal taka fram hvort sótt verður um styrk í næstu úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Frestur til að skila inn uppbyggingarverkefnum er til og með 31. ágúst nk.

Tekið er á móti verkefnahugmyndum á netfangið heba@skagafjordur.is.

Nánari upplýsingar um áfangastaðaáætlunina er hægt að finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir