Riða í Húnaþingi vestra
Eitt skimunarsýni frá bænum Stórhóli í Húnaþingi vestra reyndist jákvætt fyrir riðu. Um er að ræða sýni úr einni tveggja vetra á, en sýni eru tekin úr öllu fullorðnu fé sem sent er til slátrunar og þau rannsökuð með tilliti til riðu. Ekki hafði borið á sjúkdómseinkennum hjá kindinni eða hjá öðrum kindum á bænum. Riða greindist síðast á bænum árið 2006 en á nágrannabæ árið 2021. Bærinn Stórhóll tilheyrir Húna- og Skagahólfi og er undirbúningur fyrir áframhaldandi aðgerðir kominn í gang.
Ef tekið er mið af öllum þeim nýju niðurstöðum í riðu og erfðarannsóknum á íslensku sauðfé, þá er hægt að halda fast í þá von að hægt verði að draga andann djúpt og kannski arfgerðagreina stofninn á bænum áður en tekin verður ákvörðun um að fella allt féð á bænum en þar eru 600 fjár.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.