Reykjarmóar og Reykjarmelur ný götuheiti í Varmahlíð

Á vef Skagafjarðar segir að dagana 6. - 20. október sl. fór fram kosning um nafn á tveimur nýjum götum í frístundabyggð við Varmahlíð en sveitarfélagið auglýsti eftir tillögum frá íbúum um heiti á götunum samhliða auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar. Fjölmargar tillögur bárust og gafst almenningi svo tækifæri til þess að kjósa um nafn.

Niðurstaða kosningarinnar er á þann veg að fyrir götu A hlaut nafnið Reykjarmóar flest atkvæði og fyrir götu B hlaut nafnið Reykjarmelur flest atkvæði. Er því ljóst að nýju göturnar fá nöfnin Reykjarmóar og Reykjarmelur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir