Nei, hættu nú alveg!

Skjáskot af veðurspá morgundagsins. Það er ósennilegt að þetta gangi eftir.
Skjáskot af veðurspá morgundagsins. Það er ósennilegt að þetta gangi eftir.

Blaðamanni brá nokkuð í brún þegar hann í makindum fletti í gegnum netsíður á spjaldtölvunni heima í stofu á meðan Nylon-stúlkur meikuðu endurkomu sína á Menningarnótt Reykvíkinga. Á heimasíðu Veðurstofunnar mátti nefnilega sjá að spáð var stórhríð drjúgan hluta mánudags og var Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók eina veðurstöðin sem bauð upp á svona kaldranalegan ágústdag þó svo að spáin geri almennt ráð fyrir lækkandi hitastigum.

Raunar virðist Veðurstofan enn bjóða upp á snjókomu á svæðinu en blaðamaður lifir í þeirri von að um mistök sé að ræða og tengist því að hitastig vantar í spána. Gamli góði algóryþminn hafi því tekið völdin – eða eitthvað annað napurlegt fyrirbæri.

Feyki og lesendum til hughreystingar má benda á að veðurspá Bliku, sem má finna hér til hliðar á Feykir.is, gerir ráð fyrir 7-8 stiga hita stiga á morgun og því harla ólíklegt að spá Veðurstofunnar um stórhríð gangi eftir. Það skemmtir þó örugglega ekki fyrir að krossa fingur...

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir