Nansen á Þingeyri sýndur hjá Stúdíó Handbendi

Mynd af Friðþjófi Nansen sem dvaldi á Þingeyri. Mynd tekin af Facebook-síðu Stúdíó Handbendi.
Mynd af Friðþjófi Nansen sem dvaldi á Þingeyri. Mynd tekin af Facebook-síðu Stúdíó Handbendi.

Stúdió Handbendi að Eyrarlandi 1 á Hvammstanga sýnir söguleikinn Nansen á Þingeyri þriðjudaginn 17. október frá kl. 20 til 21 og er miðaverðið 3.800 kr.

Á Facebook-síðu Handbendi brúðuleikhús segir að söguleikurinn, Nansen á Þingeyri, sé ein af eftirminnilegustu heimsóknum í sögu þorpsins Þingeyri. En það er án efa þegar landkönnuðurinn norski Friðþjófur Nansen, sem dvaldi á eyrinni um tveggja vikna skeið, áður en hann lagði í sína fræknu för á Grænlandsjökul. Hvað var Nansen að gera allan þennan tíma vestra? Það kemur allt í ljós í þessari einstöku leiksýningu sem var sýnd við miklar vinsældir á síðasta leikári.

Elfar Logi Hannesson er bæði leikari og höfundur leiksins. Búningahönnuður er Þ. Sunnefa Elfarsdóttir og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir.

Stúdíó Handbendi er ekki einungis með þennan söguleik á dagskrá hjá sér núna í október heldur er fullt af öðrum viðburðum.

Hægt er að fylgjast með á Facebook-síðunni þeirra, Stúdíó Handbendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir