Magnúsi frá Ytra-Vatni þakkað

Hér má sjá Magnús ásamt stjórn Krabbameinsfélags Skagafjarðar. MYNDGG
Hér má sjá Magnús ásamt stjórn Krabbameinsfélags Skagafjarðar. MYNDGG

Krabbameinsfélag Skagafjarðar var með styrktarkvöld á Löngumýri í gærkvöldi svokallað Bleikt boð. Myndarskapurinn á Löngumýri var samur við sig, súpa og brauð með tilheyrandi var í boði, Stefán Óskar Hólmarsson söng fallega fyrir gesti við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar og Sveinn Rúnar Guðmundsson mætti með gítarinn og Emmu dóttur sína og sungu þau feðgin dásamlega. Það sem helst ber þó að nefna er höfðingleg gjöf Magnúsar Guðmundssonar frá Ytra-Vatni sem færði Krabbameinsfélagi Skagafjarðar peningagjöf að upphæð 1.200.000, það er ljóst að svona gjöf er ómetanleg fyrir félag eins og þetta. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir