Jólamarkaður í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi
Dagana 24.-26. nóvember og 8.-10. desember verður jólamarkaður í gamla bænum á Blönduósi í Hillebrandtshúsinun. Markaðurinn verður opinn á föstudag frá 16:00-20:00 og laugardag og sunnudag frá 14:00-18:00.
Handverk úr héraði, textíllistafólk, málarar, bakarar og aðrir listamenn eru meðal söluaðila. Til sölu verður alls kyns varningur sem er tilvalinn í jólapakkann. Þetta er fyrsti árlegi jólamarkaðurinn í Húnabyggð og vonast þau til að markaðurinn verði skemmtilegur viðburður fyrir alla fjölskylduna. Eins og segir í auglýsingu mun jólaandinn svífa yfir með jólaljósum, jólatré, mat, drykk, lifandi tónlist og umfram allt skemmtilegum jólagjöfum.
Meðal söluaðila á svæðinu verða, Húnabúð-Sillu, MIO konfekt, Gallerý Voil, Ragna Árný Björnsdóttir, Morgan Bresko, Inese Elferte, Listakot Dóru Vatnsdalshólum, Band og prjónles frá Akri, Elísabet Jónsdóttir, Handverk Hennýjar og Gumma, Harpa Bjarnadóttir og Amma Steinka.
Hafa ber þó í huga að sumir söluaðilar verða aðeins á markaðnum aðra helgina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.