Jóladagatal sveitafélagsins Skagafjarðar
Sveitafélagið Skagafjörður hefur í nú í annað sinn sett upp jóladagatal á heimasíðu sinni. Dagatalið er til gamans gert með hugmyndum fyrir hver dag af samverustund fjölskyldunnar sem hægt er að gera á aðventunni fram að jólum. Með því að smella á hvern dag fyrir sig og þá kemur upp hugmynd af samveru sem hægt er að notast við eða útfæra og aðlaga á sinn hátt.
Til þess að opna dagatalið er farið inn á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is og smellt á myndina „Jóladagatal Skagafjarðar “efst á síðunni. Einnig er hlekkur á jóladagatalið á Facebook síðu Skagafjarðar (smellt á myndina efst á forsíðu til að nálgast hlekkinn).
Einnig má geta þess að jóladagskrá sem heldur utan um viðburði í Skagafirði á aðventu og jólum er að finna í viðburðardagatalinu neðst á heimasíðu sveitarfélagsins HÉR. Jóladagskrá Skagafjarðar er einnig birt í Sjónhorninu í hverri viku fram að jólum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.