Jól í skókassa
Feykir sagði frá verkefninu Jól í skókassa ekki margt fyrir löngu, nú er að verða komið að þessu. Skila þarf inn skókössunum mánudaginn 30. október í Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki frá 17:00-20:00.
Glöggir viðskiptavinir Skagfirðingabúðar hafa kannski tekið eftir því að borð með hugmyndum af því hvað hægt er að setja í kassana má finna rétt við sjálfsafgreiðslukassana, áður en haldið er inn í búðina. Hafa ber í huga að kassarnir þurfa að vera tilbúnir til afhentingar þegar þeir koma til okkar. Ladies Circle konur útvega merkispjöld á staðnum og koma göfunum til skila. Hægt er að lesa fyrr frétt HÉR.
Jól í skókassa er skemmtilegt fjölskylduverkefni og frábært að hefja jólavertíðina á góðverki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.