Framkvæmdir neðan Brekkugötu á Sauðárkróki

Kort af svæðinu. MYND SVEIT.SKAGAFJÖRÐUR
Kort af svæðinu. MYND SVEIT.SKAGAFJÖRÐUR

Á vef Skagafjarðar segir að á næstu dögum muni framkvæmdir við mótfyllingar neðan við Brekkugötu á Sauðárkróki hefjast. Með framkvæmdinni er ætlað að draga úr bratta neðan götunar og auka stöðuleika jarðvegs. Mun framkvæmdin fela í sér lagningu drenlagna, malarfyllingar og frágang yfirborðs. Að undangenginni verðkönnun var samið við Vinnuvélar Símonar að vinna verkið en verkfræðistofurnar Efla og Stoð sáu um að leggja mat á aðstæður og útfærslu á aðgerðum.

Áætluð verklok með endanlegu yfirborði eru áætluð 1. júní 2024. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir