Fljótt skipast veður í lofti
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
09.10.2023
kl. 14.15
Réttari fyrirsögn væri kannski fljótt skipast verðurspá í lofti. Því gula viðvörunin sem skrifað var um hér í morgun hefur breyst í appelsínugula.
Á Facebooksíðu Vegagerðarinnar kemur fram að von sé á allt að 12 metra ölduhæð úti fyrir Norður- og Vesturlandi á morgun, þriðjudaginn 10. október. Veðrið færist síðan austur með Norðurlandi þegar líður á daginn og verður úti fyrir Norðausturlandi aðfaranótt miðvikudags. Búast má við nokkurri ókyrrð í höfnum sem opnar eru fyrir norðlægum áttum.
Vegagerðin mælir og spáir fyrir um ölduhæð og þær upplýsingar má finna á vefnum www.sjolag.is. Eigendur báta eru hvattir til að yfirfara festingar við viðlegukanta og sýna varúð þegar farið er á sjó á minni bátum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.