Eyþór Fannar Sveinsson hefur verið ráðinn í starf Sölu- og markaðsstjóra hjá Steinull hf.
Í fréttatilkynningu frá Steinull kemur fram að Eyþór Fannar Sveinsson hafi verið ráðin í starf Sölu- og markaðsstjóra hjá Steinull hf. Starfið var auglýst um miðjan september og sá Hagvangur um umsóknir og ráðningarferlið í samráði við Steinull og alls bárust 12 umsóknir um starfið.
Eyþór Fannar á ættir að rekja um allan Skagafjörð, er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og býr þar ásamt sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra.
Eyþór er byggingafræðingur og rafiðnfræðingur að mennt, með meistarabréf í bæði smíði og rafvirkjun. Einnig er hann með kennsluréttindi fyrir báðar iðngreinar á framhaldsskólastigi.
Hann hefur víðtæka reynslu í byggingageiranum, unnið sem smiður og rafvirki, rekið eigið fyrirtæki og starfar nú á Verkís við hönnun og áætlunargerð. Einnig hefur hann verið við kennslu í helgarnámi við húsasmíða- og rafvirkjabraut við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Eyþór mun taka við starfi Sölu- og markaðsstjóra frá 01. janúar 2024.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.