Kosning um nafn á nýjum götum í Varmahlíð

Yfirlitsmynd sem sýnir götur A og B. MYND SKAGAFJÖRÐUR
Yfirlitsmynd sem sýnir götur A og B. MYND SKAGAFJÖRÐUR
Á vef Skagafjarðar segir að samhliða auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar við Varmahlíð óskaði Skagafjörður eftir tillögum frá íbúum um heiti á nýjum götum A og B sem skilgreindar eru í skipulaginu.
Fjölmargar tillögur bárust og gefst nú almenningi tækifæri til þess að kjósa um nafn. Frestur til þess að taka þátt í kosningu er til 20.október.
 

Fyrir götu A er kosið um nöfnin:

Reykjarmóar

Reykjarvarmi

Reykjarsíða

Skógarsel

Ármýri

Fyrir götu B er kosið um nöfnin:

Reykjarhæð

Reykjarholt

Reykjarstrókur

Reykjarmelur

Hlíðargata

Árhóll

Hægt er að kjósa HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir