Eldur í gömlu mannlausu húsi í Hjaltadal
feykir.is
Skagafjörður, Fréttir
23.09.2024
kl. 16.59
Í morgunsárið þann 23.september fengu Brunavarnir Skagafjarðar útkall að eldur væri í gömlu mannlausu íbúarhúsi að Efra - Ási í Hjaltadal.
Eldurinn hafði kraumað eitthvað í húsinu um nóttina og gekk vinna á vettvangi mjög vel að sögn Svavars Atla Birgissonar slökkviliðsstjóra. Talið er að kviknaði hafi í út frá rafmagni en rannsókn á vettvangi er ekki lokið.
Þegar slökkviliðið mætti á vettvang hófst vinna við að ráða að niðurlögum eldsins sem gekk sem áður sagði mjög vel. Slökkviliðið á Hofsósi fékk líka útkallið og kom tankbíll þaðan. Lögreglan fékk vettvanginn afhentan til rannsóknar um 11 leytið í morgun og tæknideild ennþá að störfum þegar þessi frétt var skrifuð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.