Deildarmyrkvinn sást vel á laugardagskvöldið

Fallegt er það. Mynd: Elvar Már
Fallegt er það. Mynd: Elvar Már

Laugardagskvöldið 28. október, fyrsta vetrardag, viðraði vel í Skagafirði og náði Elvar Már Jóhannsson þessari fallegu mynd af deildarmyrkvanum sem átti sér stað milli kl.19:35 og 20:53. Deildarmyrkvi var að þessu sinni lítill en þegar mest var hylur skuggi jarðar 6% af tunglskífunni. Tunglið lítur þá út eins
og tekinn hafi verið örlítill biti úr syðsta hluta þess og náði myrkvinn hámarki um 20:15. Síðast varð tunglmyrkvi fyrsta vetrardag, þann 27. október, árið 1901 og var þá deildarmyrkvi líka, ekkert ósvipaður þeim sem sást á laugardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir