Björgunarsveitin Skagfirðingasveit verður á röltinu á Króknum annað kvöld, 3. okt.

Á Facebook-síðunni Björgunarsveitin Skagfirðingasveit er tilkynning til íbúa Sauðárkróks. Þar segja þau frá því að félagar úr Björgunarsveitinni verði á röltinu, þriðjudaginn 3. okt., á milli húsa í fjáröflunarverkefni fyrir Skagafjörð við að skrásetja ruslatunnur á Króknum og þar með talið brúna hólfið sem er fyrir lífræna úrganginn. Það verði því nauðsynlegt að opna tunnurnar og íbúar megi eiga von á því að félagar sveitarinnar verði að hnýsast eitthvað en það er bara í góðum tilgangi, ekkert slæmt á ferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir