Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Aski–mannvirkjarannsóknasjóði
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Aski–mannvirkjarannsóknasjóði fyrir þriðja styrkár sjóðsins, styrkárið 2023.
Sjóðurinn er í eigu innviðaráðuneytisins og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Hann veitir styrki til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.
Leitast er við að opna opinbert styrkjaumhverfi fyrir fleiri aðila úr háskólasamfélagi og atvinnulífi og einnig að stuðla að auknu samstarfi við erlenda rannsóknaraðila.
Áhersluflokkar 2023
- Byggingargallar, raki og mygla
- Byggingarefni
- Orkunýting og losun
- Tækninýjungar
- Gæði
Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2023
Sótt er um á vefsíðu Asksins, www.hms.is/askur en þar eru einnig starfsreglur og kynning á sjóðnum, áherslum ársins og þeim gæðaviðmiðunum sem eru lögð til grundvallar við mat fagráðs á umsóknum.
Hægt er að senda tölvupóst á netfangið askur@hms.is til að fá frekari upplýsingar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.