Arnar Geir sigraði í efstu deildinni

Arnar Geir með verðlaun kvöldsins. MYNDIR AF FB-SÍÐU PÍLUKASTFÉLAGS SKAGAFJARÐAR
Arnar Geir með verðlaun kvöldsins. MYNDIR AF FB-SÍÐU PÍLUKASTFÉLAGS SKAGAFJARÐAR

Annað innanfélagsmót Pílukastfélags Skagafjarðar þetta haustið var á fimmtudaginn og mættu 21 einstaklingur til leiks. Keppt var í fjórum deildum þar sem niðurröðun í deildir fer eftir gengi hvers og eins á fyrsta mótinu sem haldið var í lok september.

Sigurvegari í efstu deild var Arnar Geir Hjartarson. Í annarri deild sigraði Júlíus Helgi Bjarnason. Í þriðju deild sigraði Gunnar Ingi Gunnarsson og í fjórðu deild sigraði Árni Páll Gíslason. Á mótinu var flott stemning og allir skemmtu sér vel og verður næsta mót eftir tvær vikur. 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir