Arnar Geir í eldlínunni í kvöld
Úrvalsdeildin í pílu er farin af stað á ný á nýju tímabili. Mótið fer fram á Bullseye, í gamla Austurbæ í Reykjavík, áttamiðvikudaga í röð. Keppt er í átta riðlum og eru fjórir keppendur í hverju riðli. Einn fulltrúi frá Pílukastfélagi Skagafjarðar er á meðal keppenda en það er Arnar Geir Hjartarson. Mótið hófst í síðustu viku en í kvöld opnar Arnar Geir píluveskið í beinni útsendingu á Stöð2Sport og mun að sjálfsögðu gera sitt allra besta.
Einn sigurvegari úr hverjum riðli vinnur sér sæti á undanúrslitakvöldum sem fara fram í nóvember.en úrslit verða svo í framhaldi af því, væntanlega í byrjun desember líkt og í fyrra.
Keppnin hefst kl. 19:30 í kvöld og ef pílarar vilja hafa félagsskap við áhorfið þá verður opið í aðstöðu Pílukastfélags Skagafjarðar en þar ætla félagar að fylgjast með mótinu á risaskjá.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.