Á Norðurlandi vestra eru 5 bú tilnefnd til ræktunarverðlauna í hrossarækt
Nú hefur verið tilkynnt hvaða hrossaræktarbú fagráð í hrossarækt tilnefnir til ræktunarverðlauna bændasamtaka Íslands í ár. Verðlaun verða veitt á fagráðstefnu hrossaræktarinnar laugardaginn 3. desember.
Á Norðurlandi vestra eru 5 bú tilnefnd til ræktunarverðlauna, Efri-Fitjar, Lækjamót, Prestsbær, Steinnes og Þúfur eru tilnefnd í ár.
Alls voru búin 12 sem tilnefnd eru til ræktunarverðlauna Bændasamtaka Íslands árið 2023 eru í stafrófsröð:
Árbær, Vigdís Þórarinsdóttir, Maríanna Gunnarsdóttir, Guðmundur Bæringsson og fjölskyldur
Efri-Fitjar, Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson, Tryggvi Björnsson og fjölskylda
Fákshólar, Helga Una Björnsdóttir og Jakob Svavar Sigurðsson
Fet, Hrossaræktarbúið Fet
Haukagil á Hvítársíðu, Ágúst Þór Jónsson og Þóra Áslaug Magnúsdóttir
Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
Lækjamót, Sonja Líndal Þórisdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Ísólfur Líndal Þórisson, Vigdís Gunnarsdóttir, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Þórir Ísólfsson og Elín Rannveig Líndal
Prestsbær, Inga og Ingar Jensen
Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir
Steinnes, Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir, Jón árni Magnússon og Berglind Bjarnadóttir
Sumarliðabær, Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir
Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth
Feykir óskar tilnefndu innilega til hamingju.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.