17 dagar til jóla

17 dagar er nú til jóla, dagarnir líða og helgin handan við hornið. Það er hægt að leiða að því líkum að eitthvert ykkar sé á leiðinni á einhvern jólafögnuð sem í boði verður um helgina. Jólahlaðborð og eða tónleika. Jólalög eiga eftir að óma úr öllum helstu samkomuhúsum á Norðurlandi þessa helgina. Ef það er ekkert slíkt á dagskrá er ekki úr vegi að njóta heimavið, hita sér kakó í frostinu, byrja kannski að setja gjafir í pappír, finna sér gamla jólaklassík til að horfa á eða setja „Nú stendur mikið til“ með Sigurði Guðmundssyni og Menfismafíunni á fóninn. Kalt mat blaðamanns er að sú jólaplata er einhver sú allra besta sem búin hefur verið til. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir