Rabb-a-babb 89: Valgerður Erlings
Nafn: Valgerður Erlingsdóttir.
Árgangur: Sá stóri 1977.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með Guðmundi Gylfasyni, eigum 3 börn. Hafþór Bjarka 11 ára, Fanneyju Rún 7 ára og Atla Heiðar 4 ára.
Búseta: Heimsborgin hún Reykjavík.
Hverra manna ertu: Erlings Péturssonar Pippa Imbu í Tindastól og Sigrúnar Skúladóttur frá Borgarfirði eystri.
Starf / nám: Leikskólaliði, Bowentæknir frá E.C.B.S og er nú í Ljósheimaskólanum. Bifreið: Volvo ´98 og Ottó seldi mér Pajero um daginn og færi ég honum bestu þakkir fyrir.
Hestöfl: Já allavega í Pajeronum, Wolfgang gengur á náttúruöflum.
Hvað er í deiglunni: reyna að framkvæma eitthvað af því sem að mér dettur í hug, og það er margt, koma börnunum til manns og sjálfri mér til vits.
Hvernig hefurðu það?
Bara þokkalegt, þakka ykkur pent.
Hvernig nemandi varstu? Mig grunar að kennararnir muni alveg eftir mér. Mín er sennilega ekki minnst sem náms- eða fróðleiksfúsri? Nema í einhverju sem ekki var ritað í skólabækurnar.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
Það er tvímælalaust bráðaofnæmið sem ég fékk úr ljósabekknum hjá Eddu, ég var algjörlega búin á því á fermingardaginn og sofnaði áður enn síðustu gestir yfirgáfu Birkihlíðina.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Það fór alveg eftir því hvaða dagur var, en var alltaf ákveðin í því að vinna við umönnun og verða mamma, og það tókst, en ég á eftir að verða tónlistarmaður, rithöfundur og leikari, en það kemur??
Hvað hræðistu mest? Hákarla, stend föst á því að ef ég fer í sjósund, laumar sér einn inn að strönd og ræðst á mig.
ABBA eða Rolling Stones? Abba er hópband en Stones er einstaklings. Hlusta frekar á Stones.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Sú fyrsta sem ég keypti mér var að mig minnir “the greatest rock album of all times”,sem ég á enn. Annaðhvort fengin í Rafsjá eða Hegra. Annars gaf Frímann mér á undan því, eina plötu með Paul Simon og aðra með Donnu Summer sem við Arndís Berndsen ákváðum að eiga saman og deila forræðinu jafnt. Arndís ef þú lest etta þá held ég að þú eigir að hafa þær núna, getur sótt þær til mín.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Hey jude, ef ég væri á Króknum. Lag sem virðist hafa gróið fast við raddböndin á unglingsárunum.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Heimildarmyndum.
Besta bíómyndin (af hverju)? nei nú fórstu alveg með´ða. Segjum bara Hárið því ég er búin að sjá hana 100 sinnum. Horfði mikið á hana sem barn á Króknum. Tónlistin heillaði mig svo rosalega og það kann að koma einhverjum á óvart en ég hef alltaf verið pínu hippi.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Selinn (var áður kallað ormurinn meðal okkar sem vorum í breikinu).
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ætli það séu ekki gufusoðnar laxabreiður með pótötum de la crèm´ á grænmetisbeði og annar hvunndagsmatur.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Suðusúkkulaði þessa dagana.
Hvað er í morgunmatinn? Hafragrautur eða múslí.
Hvernig er eggið best? Spælt.
Uppáhalds málsháttur? „Ef þú smælar framan í heiminn, smælar heimurinn framan í þig.“
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Hann Júlli kóngur í Madagaskar er dásamlegur.
Hver er uppáhalds bókin þín? Gömul barnabók sem heitir Berin á Lynginu, hef aðallega lesið barnabækur síðustu árin. En var að klára Rokland, sem mér fannst mjög góð. Langar mikið að sjá myndina, sem virðist ófáanleg. Veit það einhver???
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... bara austur á land, þar líður mér og mínum best.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Óskipulag og frestunnarárátta.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Hroki og sýndarmennska.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Arsenal, fyrir strákana mína. En ég er algjörlega dottin út úr enska boltanum.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Börnunum mínum og Jóni Margeiri sundkappa, svo er Birna Valgarðs alltaf flott.
Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera og af hverju? Ég er allt of meðvirk í þessa, en Tina Turner kæmi vel til greina, flott kona í alla staði, ef rétt er með farið.
Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Ætli það sé ekki Nelson Mandela eða Dalai Lama.
Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Ætli það yrði ekki bátur, pottur og vasahnífur.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? „Ég er eins og ég er ” eða „Við hliðina á sjálfri mér”.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.