Svipmyndir frá Rökkurgöngu í Glaumbæ
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur, Listir og menning, Lokað efni
03.12.2024
kl. 13.58
Það voru margir forvitnir um Rökkurgöngu Byggðasafns Skagfirðinga. MYNDIR: JÓNDÍS INGA HINRIKSDÓTTIR
Rökkurganga Byggðasafns Skagfirðinga fór fram í Glaumbæ sunnudaginn 1. desember. Hús safnsins voru skreytt hátt og lágt og eins og hefð er fyrir þá var sögustund í baðstofunni sem var vel sótt að venju. Þá komu félagar úr þjóðháttafélaginu Handraðanum, konur úr Pilsaþyt og félagar úr Kvæðamannafélaginu Gefjunni í heimsókn og voru með jólastarfsdag í gamla bænum. Andrúmsloftið í bænum var eins og við jólaundirbúning um 1900.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.