Suðrænn og poppaður saltfiskur

Þessa vikuna eru það Margrét Helga Hallsdóttir og Helgi Freyr Margeirsson á Sauðárkróki sem deila uppskrift að sælkeraveislu með lesendum Feykis.is. Í aðalrétt er suðrænn og poppaður saltfiskur og kókosbollu – bomba í eftirrétt.

Aðalréttur:

Suðrænn og poppaður saltfiskur (uppskrift fyrir 8 manns)

  • 800 gr. saltfiskur, skorin í litla bita.
  • 1 rauð paprika
  • 1 græn paprika
  • 1 gul paprika
  • 2 rauðlaukar
  • 1 venjulegur laukur
  • 1 glas svartar steinlausar ólívur
  • 4-6 bökunarkartöflur
  • 4 tómatar
  • Fersk steinselja

Grænmetið er skorið í grófa bita, en best er að skera kartöflurnar í sneiðar.

Krydd:

  • 8 hvítlauksrif söxuð
  • Ca. 2 matskeiðar af þurrkuðu oreganó
  • Ca 1 msk. Svartur mulinn pipar
  • 2 dl ólívu olía

Þegar búið er að skera allt grænmetið niður þá er þessu öllu blandað vel saman í höndunum og sett í eldfast mót, og sett inn í ofn við 190 gráður í 30 mínútur. Rétturinn er borinn fram með snittubrauði og er gott að dýfa því í vökvann sem kemur úr réttinum.

Eftirréttur:

Kókosbollu – bomba

  • Marengsbotn brotinn niður í skál
  • 500 ml þeyttur rjómi
  • Kókosbollum bætt út í rjómann
  • Ofan á rjómann er sett nóa kropp, jarðaber og vínber
  • 150 gr. suðusúkkulaði brætt og notað til skreytinga.

Uppskrift af marengsbotni:

  • 5 eggjahvítur
  • 4 dl sykur

Eggjahvíturnar og sykurinn þeytt saman og sett á smjörpappír í ofnskúffu eða í 2 tertuform. Bakað við 125 gráður í 1,5 – 2 klukkutíma.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir