Stóðrétta súpa og ekta sænskt ananaspaj

Þau Kristin Lundberg og Júlíus Guðni á Auðunnarstöðum áttu uppskriftir vikunnar fyrir réttum þremur árum. -Um stóðréttahelgina, sem er fyrsta helgin í október, er húsið yfirfullt af gestum og “opið” hús hjá okkur, segir Kristin. -Þá verður eitthvað gott og matamikið að vera í boði og hefur þessi súpa verið borin fram síðustu 10 árin.

Stóðrétta súpa (4-6)

  • 1 kg folaldakjöt  án beina (nautakjöt)
  • Kjötkraftur, 3 teningar af  Honig nautakrafti
  • Paprika, 2 pakkar frosin paprika í strimlum (eða samsvarandi ferskur, soðinn)
  • 1dl  tomatapúre
  • 3 hvítlauksbátar
  • 5 dl matreiðslurjómi
  • Salt eftir smekk
  • Pipar eftir smekk
  • 1 msk paprikuduft
  • Gnocci pasta
  • Vatn til að þynna súpuna

Skera kjötið niður í litla bita og brúna vel. Sjóðið kjötið í u.þ.b. klukkutíma (þangað til að það verður vel meyrt) í vel söltuðu  vatni.
Pastað soðið og geymt.
Blandið saman papriku, pressuðum  hvítlauk, paprikuduft, tómatmauki og rjóma og látið suðuna koma upp. Setjið kjötið og pastað út í. Sjóðið saman í smá stund og smakkið til með salt og pipar (meiri hvítlauk fyrir þá sem vilja…)

Súpan geymist vel og er best 2. og 3. daginn…

 

Bollu brauð

  • 1 bréf ger
  • 2 dl hveitiklíð
  • 8 dl hveiti
  • 1tsk möluð fennika
  • ½ tsk salt
  • 2 msk sykur
  • 5 dl vatn
  • Egg til að pensla ofan á.

 

Blandið öllum þurrefnunum saman. Hrærið saman þurrefnunum og volga vatninu. Hnoðið vel og látið gerjast undir dúk í klukkutíma. Skiptið niður í 24 bita og búið til bollur. Setjið bollurnar á bökunarpappír á plötu og látið gerjast smá. Penslið með þeyttu eggi og bakist í 12 mín. við 225° C

 

Ananaspaj

Deig:

  • 150 g smjörlíki
  • 3 dl hveiti
  • 1 dl sykur
  • 1 tsk lyftiduft

Setjið smjörlíkið  í pott  og látið það bráðna, blandið saman hveiti, sykri og lyftidufti og  hrærið það svo vel saman við bráðnaða smjörlíkið.
Þrýstið deiginu jafnt út í 25 cm pajform og láta vel í kantana.

Fylling:

  • 1 lítil dós ananaskurl
  • 1 egg
  • 1 lítil dós sýrður rjómi
  • 1 tsk vanillusykur
  • ½ dl sykur

Blandið öllu vel saman og hellið svo ofan á deigið i forminu. Bakað við 180° C í u.þ.b. 35 mín. eða þangað til að kanturinn er gullinbrúnn. Smakkast best volgt með þeyttum rjóma eða vanilluís.

Verði ykkur að góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir