Slátur, ódýr og góður matur
Sá þjóðlegi siður að taka slátur er enn við líði þó mikið hafi dregið úr því hin síðari ár. En í sláturtíðinni ætti fólk að huga að því að mjög góð kaup má gera í góðum og hollum mat sem auðvelt er að útbúa.
Slátursala SAH Afurða á Blönduósi býður nú upp á allan almennan sláturmat uppvigtaðan eða í stykkjatali allt eftir óskum kaupenda. Einnig má kaupa þar dilkaskrokka í heilu eða niðursagaða svo og læri, hryggi og súpukjöt. Slátursalan er opin milli kl. 10 og 17 alla virka daga í sláturtíðinni.
Góð ráð varðandi kaup á sláturvörum.
Lambaþindar er ódýrt hráefni í lambahakk eða sem fitulítið hráefni í lasagne, bollur eða fars. Kílóið kostar kr. 140. Gott er að hreinsa þindarnar áður en þær eru hakkaðar. Þægilegast er að nota skæri og klippa burt fitu og himnur sem nýtast ekki. Þegar frysta skal hakkpokana er best að pressa þá í þunnar einingar. Það sparar pláss í frystinum og stutta stund tekur að þíða þá fyrir eldun.
Kíló af lifur kostar kr. 140. Hún er góð hvort sem hún er steikt á pönnu upp á gamla móðinn, skorin niður í pottrétti eða notuð í lifrarbuff. Passa þarf að steikja lifur ekki of mikið þá verður hún seig.
Gómsætt lifrabuff
450 gr. lifur
450 gr. kartöflur (hráar)
80gr. hveiti
20 gr. kartöflumjöl
½ laukur
Salt og pipar
Lifrin og kartöflurnar hakkað saman ásamt lauknum. Ef kartöflurnar eru nýjar þarf ekki að hafa fyrir því að afhýða þær. Sett í hrærivélaskál og hrært saman með salti og pipar. Deigið er nokkuð blautt og er það látið á steikarpönnu með lítilli ausu og steikt. Gott með brúnni sósu, kartöflumús og sultu.
Bollufars
800 gr. þindar
80 gr. hveiti
20 gr. kartöflumjöl
½ laukur
Salt og pipar (eða season all)
Þindarnar hakkaðar ásamt lauknum. Hveiti, kartöflumjöli, salti og pipar blandað saman við. Ef deigið er of blautt má bæta hveiti út í. Mótaðar eru litlar bollur og steiktar á pönnu þar til brún skorpa hefur myndast hvoru megin. Vatni bætt á pönnuna og bollurnar látnar malla þar til þær eru soðnar í gegn. Gott er að setja sósutening með og útbúa brúna sósu úr soðinu og hveitijafningi. Berist fram með nýjum kartöflum, rauðrófum og heimalagaðri rababarasultu.
Kjötfars og kæfa.
Stundum kemur fyrir að slög og bitar sem ekki rata á grillið verða eftir í frystikistunni. Það getur verið ansi hvimleitt. Bitarnir eru úrbeinaðir og notaðir í kötfars eða kæfu.
Kjötfars
250 gr. lambaslög
250gr. þindar eða hjörtu
300 gr. vatn
150 gr. hveiti
50 gr. kartöflumjöl
20 gr. salt
10 gr. laukduft
½ tsk. pipar
Lambaslög og þindar hakkað saman. Fyrir þá sem vilja ekki gróft fars skal hakka tvisvar eða setja hakkið í mixara. Deigið sett í hrærivélarskál, vatni, þurrefnum og kryddi hrært saman við. Ef mikið er til af afgangskjöti og uppskriftin verður stór má auðveldlega setja deigið í plastpoka og frysta.
Kindakæfa
1 kg úrb slög eða annað kjöt
4 dl soð
16 gr. Salt
10 gr laukduft
4 gr koriander
2 gr pipar
Kjötið mauksoðið. Veitt upp úr pottinum og sett í mixara og saxað smátt. Oft eru skálarnar á mixaranum það litlar að klára þarf uppskriftina í hrærivélaskál. Þá er salti og kryddi blandað við kjötið og soðinu að síðustu hellt saman við. Best er að setja kæfuna í dollur meðan hún er heit.
Innmatur |
|
Verð með vsk. |
Dilkalifur |
kr. kg. |
140 |
Dilkahjörtu |
kr. kg. |
190 |
Dilkanýru |
kr. kg. |
80 |
Dilkamör |
kr. kg. |
120 |
Eistu |
kr. kg. |
380 |
Dilkasvið - söguð/hreinsuð |
kr. kg. |
450 |
Hálsæðar óhreinsaðar |
kr. kg. |
60 |
Þindar |
kr. kg. |
140 |
Vömb - keppur hreinsað |
kr. stk |
200 |
Vömb - keppur óhreinsað |
kr. stk |
100 |
Keppir óhreinsað |
kr. stk |
70 |
Keppir hreinsaðir |
kr. stk |
140 |
Gerfivambir |
kr. stk |
110 |
Blóð |
kr.ltr. |
70 |
Heilslátur |
kr. stk |
900 |
Dilkakjöt |
kr. kg. |
736 |
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.