Mexico kjúklingasúpa og gulrótarbollur
Það voru þau Ragnheiður Rúnarsdóttir og Hörður Knútsson á Sauðárkróki sem áttu uppskriftir í 2. tbl. Feykis árið 2010 og sögðu þær vera einfaldar og góðar og henti vel eftir hátíðirnar.
Mexico Kjúklingasúpa
- 4 kjúklingabringur
- 1 laukur
- 2 hvítlauksgeirar
- 1 dós tómatar
- 1 lítri tómatsafi
- 2 uxa teningar
- 1 msk worchester sósa
- 1 tsk chilikrydd
Aðferð
Kjúklingabringurnar skornar í litla bita og steiktar ásamt laukunumTómatsafanum og tómötunum hellt útí, því næst worchester sósan og kryddað svo með chilikryddi. Þetta er allt látið sjóða saman í ca 40 mín. eða þanngað til kjúklingurinn er vel soðinn. Þegar súpan er borðuð þá er nauðsynlegt að setja smá sýrðan rjóma út í hana á disknum og mylja Dorítos snakk og rifin ost út í.
Gulrótabollur!
- 50 gr smjör
- 4 dl mjólk
- 1 dl súrmjólk
- 2 bréf ger
- 2 tsk salt
- 2 tsk sykur
- 2 stk gulrætur rifnar niður
- 50 gr hveitiklíð (ca 2 dl)
- 800 gr hveiti
Aðferð:
Smjör, mjólk og súrmjólk hitað saman og látið vera ylvolgt, þá er gerið sett saman við, því næst er allt hitt hráefnið sett út í og allt hnoðað saman. Deigið er látið hefast í ca klukkustund. Búnar til bollur þegar deigið er búið að hefast, bollurnar látnar standa í ca 20 mín (þarf ekki endilega) svo eru bollurnar penslaðar með eggi en gott er að setja sesamfræ ofan á þær. Bakast í 20 mín við 180 – 200° hita.
Verði ykkur að góðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.