Laxa sashimi, kjúklingabringur og súkkulaði mousse
Nú eru það Gerður Beta Jóhannsdóttir og Arnar Þór Sævarsson á Blönduósi sem leyfa okkur að skyggnast í mataruppskriftabókina og bjóða okkur upp á ljúffengar kræsingar. Gerður og Arnar voru matgæðingar Feykis 2009 og buðu upp laxa sashimi í forrétt, ljúffengar kjúklingabringur í aðalrétt og súkkulaði mousse í eftirrétt.
Forréttur:
Laxa sashimi
- - 350 grömm lax
- - 3 radísur
- - wasabi
- - sojasósa
Laxinn flakaður og hreinsaður vel. Skorinn í litla bita (einn munnbiti). Raðað fallega á disk. Radísur rifnar niður í rifjárni og lagðar meðfram laxinum. Borið fram með wasabi og sojasósu.
Aðalréttur:
Kjúklingabringur með mozzarellaosti og grilluðum sólþurrkuðum tómötum.
- - 4 stk kjúklingabringur
- - engiferrót
- - teriyakisósa
- - ostrusósa
- - olífuólía
- - hálf krukka sólþurrkaðir tómatar
- - fersk basilikulauf
- - salt og pipar
Byrjum á því að útbúa kryddlöginn. Blandað saman olífuolíu, teriyakisósu og ostrusósu. Engiferrót rifin niður og blandað saman við. Salt og pipar.
Kjúklingabringurnar látnar ligga í leginum a..m.k. í 1 klst. í ísskáp.
Kjúklingabringurnar settar á grillið. Ein sneið af mozzarellaosti sett á hverja bringu ásamt sólþurrkuðum tómati og basilikulaufi. Gott að bera fram með fersku salati og grilluðu brauði.
Eftirréttur:
Súkkulaði mousse.
- 200 gr. suðusúkkulaði
- 70 gr. smjör
- 340 ml. þeyttur rjómi
- 2 egg
- 2 msk. hunang
Súkkulaði og smjör brætt í potti. Egg og hunang þeytt saman ásamt rjóma. Súkkulaði bætt varlega saman við. Hellt í sex glös. Glös sett í kæli a.m.k. í eina klst. og borið fram með ferskum ávöxtum.
Verði ykkur að góðu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.